Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. ágúst 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boro fær 10 milljón punda sóknarmann á láni (Staðfest)
Hugill fékk ekki mörg tækifæri hjá West Ham.
Hugill fékk ekki mörg tækifæri hjá West Ham.
Mynd: West Ham
Middlesbrough er búið að fá sóknarmanninn Jordan Hugill á láni út tímabilið frá West Ham.

Hugill var keyptur til West Ham í janúarglugganum síðasta frá Preston fyrir 10 milljónir punda en hann kom aðeins við sögu í þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Í öllum þessum þremur leikjum kom hann inn á sem varamaður.

Hinn 26 ára gamli Hugill var ekki í plönunum hjá Manuel Pellegrini og hefur því verið lánaður til Middlesbrough.

Hugill er fæddur í Middlesbrough en hann skoraði 30 mörk í 114 leikjum á þremur og hálfu ári hjá Preston.

Hann hóf feril sinn hjá Port Vale.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner