Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. ágúst 2018 08:17
Magnús Már Einarsson
Ingvar Jóns til Viborg (Staðfest)
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viborg í dönsku B-deildinni hefur keypt markvörðinn Ingvar Jónsson frá Sandefjord í Noregi. Ingvar skrifaði undir samning út árið 2019 en Viborg staðfesti þetta í dag.

„Þetta er spennandi möguleiki fyrir mig og ég er mjög ánægður með að vera hér. Viborg er félag með mikla sögu og ég sé fram á að vera hér í framtíðinni," sagði Ingvar eftir undirskrift.

Ingvar er uppalinn hjá Njarðvík en hann sló síðan í gegn hjá Stjörnunni og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli liðsins árið 2014.

Í kjölfarið fór Ingvar til Start og þaðan til Sandnes Ulf. Undanfarin þrjú ár hefur hann síðan verið hjá Sandefjord.

Ingvar átti frábært tímabil í fyrra en hann meiddist illa síðastliðið haust og á þessu tímabili hefur hann einungis leikið einn leik í norsku úrvalsdeildinni.

Ingvar hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hann á sjö landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner
banner