Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. ágúst 2018 12:25
Elvar Geir Magnússon
Man City lánar U21-landsliðsmann til Preston (Staðfest)
Lukas Nmecha.
Lukas Nmecha.
Mynd: Preston
Preston North End, sem hafnaði í 7. sæti ensku Championship-deildarinnar á síðasta tímabili, hefur fengið 19 ára sóknarmann lánaðan frá Englandsmeisturum Manchester City.

Lukas Nmecha heitir strákurinn, hann er fæddur í Þýskalandi en hefur leikið fyrir öll yngri landslið Englands. Hann á þrjá U21-landsleiki fyrir England.

Lánssamningurinn er til eins árs.

Nmecha spilar sem fremsti maður en getur einnig leikið út á vængjunum. Hann lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrr á þessu ári þegar hann kom inn sem varamaður fyrir Gabriel Jesus í leik gegn West Ham.




Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner