Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. ágúst 2018 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörðurinn Sergio Rico á láni til Fulham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nýliðar Fulham í ensku úrvalsdeildinni var að fá spænska markvörðinn Sergio Rico á láni frá Sevilla.

Rico, sem er 24 ára, hefur verið aðalmarkvörður Sevilla síðustu fjögur árin og spilað 169 leiki í öllum keppnum. Hann hefur haldið hreinu í næstum því helmingi þessara leikja.

Rico á einn landsleik að baki fyrir Spán, Sá leikur kom í 6-1 sigri á Suður-Kóreu í vináttulandsleik árið 2016.

Fulham-menn hafa verið duglegir að versla í sumar og er Rico áttundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Búið er að loka glugganum en búist er við því að Fulham klári kaupin á miðjumanninum Andre-Frank Zambo Anguissa frá Marseille á 30 milljónir punda á næstu mínútunum.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner