Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 09. ágúst 2018 09:08
Magnús Már Einarsson
Mateo Kovacic til Chelsea (Staðfest)
Sáttur með skiptin.
Sáttur með skiptin.
Mynd: Twitter
Chelsea hefur fengið króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic á láni frá Real Madrid út tímabilið. Real Madrid er að kaupa markvörðinn Thibaut Courtois frá Chelsea á 35 milljónir punda en hluti af samningnum er einnig að enska félagið fær Kovacic á láni í eitt tímabil.

„Ég er mjög ánægður og spenntur að vera hér hjá Chelsea. Þetta er ótrúleg tilfinning og ég mun reyna að gera mitt beta fyrir félagið," sagði Kovacic í dag.

Hinn 24 ára gamli Kovacic lék einungis tíu leiki í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og lýsti því yfir í sumar að hann hefði hug á að róa á önnur mið.

Kovacic var í liði Króatíu sem fór í úrslit á HM í sumar en eini leikur hans í byrjunarliði var gegn Íslandi í riðlakeppninni.

Chelsea er að styrkja hópinn á lokametrum félagaskiptagluggans en í gær kom markvörðurinn Kepa Arrizabalaga til félagsins frá Athletic Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner