fim 09. ágúst 2018 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mina og Andre Gomes til Everton (Staðfest)
Mina kostar Everton tæplega 30 milljónir punda.
Mina kostar Everton tæplega 30 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Það er nóg að gera á skrifstofu Everton. Félagið staðfesti áðan komu Brasilíumannsins Bernard á frjálsri sölu og nú eru tveir leikmenn komnir frá Barcelona.

Barcelona sendi frá sér tilkynningu þess efnis.

Varnarmaðurinn Yerry Mina kemur fyrir tæplega 30 milljónir punda og mun Barcelona geta keypt hann síðar aftur fyrir ákveðið verð.

Mina hafði verið orðaður við Manchester United en Everton hreppti þennan kólumbíska varnarmann.

Mina, sem er 23 ára, kom til Barcelona í janúar frá Palmeiras í Braslilíu en lék aðeins sex leiki fyrir félagið. Hann féll aftar í goggunarröðina í sumar og ákvað Katalóníufélagið að selja hann.

Everton fær líka portúgalska miðjumanninn Andre Gomes (25) frá Barcelona á láni út tímabilið.

Everton borgar 2,25 milljónir evra fyrir lánssamninginn og mun líka borga laun leikmannsins.

Þess má geta Mina og Gomes eru leikmennirnir sem Barcelona bauð Manchester United að fá í skiptum fyrir Paul Pogba á dögunum. Barcelona bauð 45 milljónir punda, Mina og Gomes fyrir Pogba. United hafnaði tilboðinu auðvitað.

Kurt Zouma var sagður á leið til Everton núna áðan. Enn er ekki komin staðesting um að það muni gerast.

Smelltu hér til að sjá öll helstu tíðindin á gluggadeginum

Taktu þátt í umræðunni á Twitter með því að nota #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner