Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 09. ágúst 2019 09:30
Elvar Geir Magnússon
„Getum spilað án Mane og Salah en ekki án Firmino"
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
„Fremstu þrír eru sjálfvaldir þegar þeir eru heilir og ferskir. Salah, Mane og Firmino. Firmino dettur alltaf í skuggann, við tölum minnst um hann," segir Magnús Þór Jónsson á kop.is í sérstökum upphitunarþætti sem birtist í gær.

Liverpool mætir Norwich í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en þar var meðal annars rætt um mikilvægi sóknarmannsins Roberto Firmino.

„Ég geng svo langt að segja að við getum spilað án Salah, við getum spilað án Mane en við eigum mjög erfitt með að spila án Firmino. Hann er gríðarlega stór heili í þessu fótboltaliði sem Liverpool er í dag. Ég hugsa að ég myndi flokka hann sem vanmetnasta leikmanninn í ensku deildinni," segir Sigursteinn Brynjólfsson og Magnús bætir við við:

„Hann vinnur endalausa vinnu fyrir liðið og er stanslaust að teikna upp hluti. Þetta sóknartríó er á besta aldri og er að keppa við bestu sóknartríó í heiminum. Þeir eru enn á þeim aldri að þeir geta bætt við sig hlutum og maður býður spenntur eftir að upplifa það."

Hlustaðu á upphitunarþáttinn í hlaðvarpsveitum, hér að neðan eða með því að smella hérna.
Enska upphitunin - Lokað á skrifstofu Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner