Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. október 2017 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland komið á HM (Staðfest)
Icelandair
Sjáumst í Rússlandi.
Sjáumst í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 0 Kosóvó
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('40)
2-0 Jóhann Berg Guðmundsson ('68)
Lestu nánar um leikinn

Draumurinn er orðinn að veruleika. Í fyrsta sinn í sögunni mun Ísland taka þátt á HM! Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur strákanna á Kosóvó á blautum Laugardalsvelli í kvöld.

Það má segja að andrúmsloftið hafi verið svipað og fyrir leikinn gegn Kasakstan fyrir tveimur árum, veðrið líka. Þá tókst strákunum ætlunaverk sitt, að komast á EM, og þeim tókst það líka í kvöld, en núna er afrekið enn stærra, HM í Rússlandi.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir íslenska liðið, en eins og oft áður var þolinmæðin í fyrrirúmi.

Fyrsta mark leiksins kom þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik og var þar að verki Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi skoraði af miklu harðfylgi, en hann rann í skotinu. Honum tókst þó að koma boltanum í netið.

Staðan var 1-0 í hálfleik og má segja að sannkölluð veisla hafi verið í Laugardalnum.

Kosóvó byrjaði seinni hálfleikinn vel og fljótlega hafði Króatía komist yfir í Úkraínu. Pressan var því orðin meiri, en strákarnir létu það ekki á sig fá. Þeir bættu bara við öðru marki. Jóhann Berg Guðmundsson gerði það og allt bilaðist á Laugardalsvelli.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og 2-0 sigur staðreynd og farseðillinn til Rússlands næsta sumar bókaður.

Við sjáumst í Rússlandi!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner