banner
fös 09.nóv 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Didier Drogba leggur skóna á hilluna (Stađfest)
Didier Drogba átti magnađan feril
Didier Drogba átti magnađan feril
Mynd: NordicPhotos
Drogba og Eiđur Smári Guđjohnsen léku saman hjá Chelsea
Drogba og Eiđur Smári Guđjohnsen léku saman hjá Chelsea
Mynd: NordicPhotos
Didier Drogba, fyrrum framherji Chelsea á Englandi, lagđi skóna á hilluna í nótt eftir 1-0 tap Phoenix Rising gegn Louisville í úrslitaleik USL-bikarsins í Bandaríkjunum. Ferill Drogba var glćstur.

Drogba er fćddur áriđ 1978 og er fćddur á Fílabeinsströndinni en hann hóf atvinnumannaferil sinn međ Le Mans í Frakklandi. Hann gerđi ţar 12 mörk í 64 leikjum áđur en hann fór til Guingamp.

24 mörk í 50 leikjum á tveimur tímabilum međ liđinu fćrđi honum samning hjá Marseille ţar sem hann spilađi ađeins eitt tímabil. Ţar skorađi hann 32 mörk í 55 leikjum.

Frammistađa hans vakti mikla athygli og ákvađ enska stórliđiđ Chelsea ađ kaupa hann áriđ 2004 fyrir 24 milljónir punda. Ţar varđ hann ađ stórstjörnu og ađ einum besta framherja heims.

Hann var ógnvekjandi í framlínunni hjá Chelsea og skorađi 157 mörk í 341 leik. Hann vann tólf titla yfir átta tímabil en frammistađa hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar áriđ 2012 var mögnuđ ţar sem hann reyndist hetja liđsins. Ţá var hann tvisvar markahćsti mađur úrvalsdeildarinnar. Áriđ 2007 var hann ţá í fjórđa sćti í valinu á besta leikmanni heims.

Hann söđlađi um eftir ţessi átta tímabil hjá Chelsea og spilađi međ Shanghai Shenhua í Kína og svo Galatasaray í Tyrklandi áđur en hann gerđi eins árs samning viđ Chelsea.

Hann var mćttur aftur í bláu treyjuna og klárađi ferilinn ţar međ trompi. Hann skorađi 7 mörk í 40 leikjum og vann bćđi ensku úrvalsdeildina og enska deildabikarinn. Titlar hans hjá Chelsea ţví fjórtán og ákvađ hann ađ yfirgefa félagiđ eftir tímabiliđ.

Hann hélt til Kanada og spilađi međ Montreal Impact í MLS-deildinni. Yfir tvö tímabil skorađi hann 23 mörk í 41 leik. Eftir ţađ fjárfesti hann í Phoenix Rising í USL-deildinni í Bandaríkjunum og ákvađ ađ taka tvö tímabil međ liđinu sem leikmađur og eigandi.

Fyrra tímabiliđ skorađi hann 10 mörk í 14 leikjum en ţađ síđara tók hann einungis ţátt í úrslitakeppninni sem var ađ ljúka. Hann skorađi međal annars sigurmarkiđ í úrslitaleik Vesturdeildarinnar en í sjálfum úrslitaleiknum um bikarinn tapađi liđiđ 1-0 fyrir Louisville.

Hann lék 104 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina og skorađi ţar 65 mörk. Hann hjálpađi liđinu ađ komast í fyrsta sinn í sögunni á HM áriđ 2006 en hann fór einnig međ liđinu á HM 2010 og 2014. Hann lagđi svo landsliđsskóna á hilluna eftir HM í Brasilíu.

Drogba er eins og áđur segir 40 ára gamall, skórnir komnir á hilluna og eflaust nóg í vćndum hjá honum. Ţađ virđast alla vega vera bjartir tímar framundan hjá Phoenix Rising.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches