Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. janúar 2019 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Rauschenberg í Stjörnuna á nýjan leik (Staðfest)
Martin Rauschenberg
Martin Rauschenberg
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Martin Rauschenberg er genginn til liðs við Stjörnuna á nýjan leik en hann lék með Garðabæjarliðinu árin 2013 og 2014.

Rauschenberg er Dani fæddur árið 1992 en hann lék með IF Brommapojkarna í sænsku 1. deildinni á liðnu tímabili.

Daninn stimplaði sig fljótt inn sem algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2013. Hann lék 26 leiki fyrir liðið árið 2013.

Hann varð síðan Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en hann spilaði 23 leiki það tímabil.

„Martin er mikill liðsstyrkur fyrir Stjörnuna enda býr hann yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Martin, vertu velkominn!" segir á Facebook síðu Stjörnunnar.

Stjarnan kynnir Rauschenberg með frábæru myndbandi en það má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner