Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. febrúar 2019 10:41
Arnar Helgi Magnússon
De Gea heimtar svakaleg laun - Leitar Everton til Bielsa?
Powerade
Mynd: Getty Images
Adrian Rabiot
Adrian Rabiot
Mynd: Getty Images
Til Everton?
Til Everton?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakka ensku dagblaðanna. BBC tekur saman en þennan sunnudaginn er af nægu að taka.


Manchester City er að ganga frá kaupunum á hinum 14 ára gamla Morten Spencer sem að leikur með Sunduerland. Spencer er enskur leikmaður sem spilar úti á kanti. City mun borga 200.000 pund fyrir leikmanninn. (Sun on Sunday)

David De Gea, markvörður Manchester United vill fá 350.000 pund í vikulaun ef hann skrifar undir nýjan samning við félagið. Það myndi gera hann að næst launahæsta leikmanni liðsins en Alexis Sanchez er með 400.000 pund í vikulaun. (Mirror)

Tottenham vill fá Adrien Rabiot í sínar raðir í sumar en Liverpool og Barcelona eru sögð líkleg að blanda sér í baráttuna um leikmanninn. (Star)

Manchester United undirbýr nú 50 milljón punda tilboð í Ryan Sessegnon, leikmann Fulham. Hann er átján ára gamall. (Express)

Everton ætlar að snúa sér að Marcelo Bielsa ef að félagið ákveður að reka Marco Silva sem er orðinn valtur í sessi. (Mirror)

Chelsea er sagt áhugasamt um að fá Richarlison frá Everton í sumar en AC Milan, PSG og Atletico Madrid eru öll með auga á leikmanninum. (Star)

Barcelona leitar nú að vinstri bakverði til þess að fá samkeppni um stöðuna en Jordi Alba hefur eignað sér stöðuna. Félagið horfir til Ferland Mendy, leikmann Lyon. Filipe Luis og Junior Firpo eru einnig á óskalistanum. (Mundo Deportivo)

Manchester United hefur sett sig í samband við umboðsmann Tanguy N‘dombele, leikmann Lyon en félagið vill fá leikmanninn í sumar. (Le 10 Sport)

Douglas Costa, leikmaður Juventus, fer að öllum líkindum frá félaginu í sumar en hann gaf ágætis vísbendingu um það þegar hann „lækaði“ póst á Twitter sem að orðaði hann við Manhester United. (Sun)

Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia M‘Gladbach, vonast til þess að félagið nái að gera nýjan samning við Thorgan Hazard en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. (Inside Futbol)

Frank Lampard, þjálfari Derby, vonast eftir því að ganga frá samningi við hinn þrítuga Efe Ambrose á næstu dögum. Hann hefur leikið með Celtic og Hibernian en síðustu vikur hefur hann æft með Derby. (Derby Telegraph)

Cardiff og Sheffield United fylgjast bæði með Will Waulks, 25 ára gömlum miðjumanni Rotherham. (Daily Mail)

Njósnarar frá Manchester United og Arsenal verða á leik Norwich og Ipswich í dag til þess að fylgjast með Ben Godfrey, varnarnmanni Norwich. RB Leipzig og Lyon verða líka með fulltrúa á leiknum. (Mirror)

Pep Guardiola skoðar það nú að láta Fernandinho spila sem miðvörður þessi síðustu ár ferilsins en þjálfarinn telur að það muni henta honum vel. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner