Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. apríl 2018 14:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Þórðar: Það er verið að kerlingavæða allt saman
,,Við erum að drepa karakterinn í þessum börnum"
Óli er harður í horn að taka.
Óli er harður í horn að taka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Menn verða að hætta þessu helvítis væli sem er orðið í dag, og þessu mjálmi. Það er allt í bómul í dag og það þorir enginn að segja eitt eða neitt.
„Menn verða að hætta þessu helvítis væli sem er orðið í dag, og þessu mjálmi. Það er allt í bómul í dag og það þorir enginn að segja eitt eða neitt."
Mynd: Fótbolti.net
Harðjaxlinn Ólafur Þórðarson er gestur í nýjustu útgáfunni af hlaðvarpsþættinum Návígi. Skagamennirnir duttu í skemmtilegt spjall.

Það hefur lítið heyrst í Óla frá því hann var látinn fara frá Víkingi Reykjavík sumarið 2015. Hann segist hafa fengið boð um þjálfa lið en ekkert sem hafi hentað honum nægilega vel.

Er von á endurkomu hjá honum í fótboltann?

„Ég veit það ekki (hvort ég muni þjálfa aftur). Ég hef ekki gert það upp við mig," segir Ólafur.

„Ég hef ofboðslega gaman af fótbolta og eyði miklum tíma í að horfa á fótbolta. Ég er búinn að eyða miklum hluta af mínu lífi í fótbolta, þetta er eitt af því fáa sem ég kann. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu, tíminn verður að leiða það í ljós."

„Algjör skandall hvernig þetta er orðið"
Ólafur er mikill karakter og frábær viðmælandi í viðtölum. Margir fjölmiðlamenn sakna þess að hafa hann í fótboltanum.

„Það eru bara sjónvarpsmenn sem vilja fá orð um hvernig á að gera hlutina eða hvernig þeir voru gerðir í gamla daga," segir Óli er Gunnlaugur segir við hann að það séu margir sem sakni hans.

Samfélagið hefur breyst mikið á síðustu misserum og Óli hefur sterkar skoðanir á því.

„Menn verða að hætta þessu helvítis væli sem er orðið í dag, og þessu mjálmi. Það er allt í bómul í dag og það þorir enginn að segja eitt eða neitt."

„Það er verið að kerlingavæða þetta allt saman. Það má enginn stíga út fyrir línuna, það má ekki segja neitt. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn og út á vellinum eru þetta dýrin í skóginum. Það má ekkert lengur."

„Það er algjör skandall hvernig þetta er orðið. Það er verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri. Ef ég væri barn í dag, þá væri ég á tvöföldum Rítalín-skammti. Við erum að drepa karakterinn í þessum börnum, í staðinn fyrir að reyna að koma þeim í einhverja útrás til að þau geti notað alla þessa orku og kraft sem í þeim býr."

„Öll börn í dag eru á stofnunum frá unga aldri vegna þess að þau eru aldrei úti að leika sér eins og börn voru áður fyrr. Strákar í dag í kringum tvítugt hafa aldrei unnið handtak og það er algjör hörmung. Enda eru þeir svoleiðis grautlinir að það hálfa væri nóg. Þeir skíta á sig við að lyfta 100 kílóum."

„Maður horfir á stráka í dag sem eru tvítugir. Þeir eru eins og maður var sjálfur 12, 13 ára. Þetta er ekki gott."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Óla með því að smella hér



Fyrri návígi:
Veigar Páll Gunnarsson
Rúnar Kristinsson
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Jóhannesson
Heimir Hallgrímsson
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner