Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. júlí 2018 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riyad Mahrez til Man City (Staðfest)
Dýrastur í sögu Manchester City
Mahrez kveður Leicester.
Mahrez kveður Leicester.
Mynd: Getty Images
Alsírbúinn Riyad Mahrez er loksins kominn til Manchester City. Þetta var staðfest núna rétt í þessu.

Mahrez kemur til City frá Leicester og talið er að kaupverðið sé um 60 milljónir punda, það gæti hækkað upp í 75 milljónir punda síðar meira. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Englandsmeistaranna.

Mahrez gekkst undir læknisskoðun hjá City fyrr í dag en þessi kaup hafa átt sér mjög langan aðdraganda. Hann var sterklega orðaður við City í janúar en það gekk ekki upp þá.

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar völdu Mahrez besta leikmann deildarinnar 2016 en hann var þá lykilmaður í sögulegu Englandsmeistaratímabili Leicester.

Þegar Man City mistókst að fá Mahrez í janúar fór leikmaðurinn í verkfall og missti af tveimur leikjum. Leicester vann hvorugan og stjóri liðsins viðurkenndi að atburðarásin hefði neikvæð áhrif á liðið. Nú er hinn 27 ára gamli Mahrez loksins kominn til City.



Athugasemdir
banner
banner
banner