mið 10. október 2018 18:04
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars tekur við Fjölni (Staðfest)
Ásmundur var þjálfari ársins í 2. deild kvenna í sumar með lið Augnabliks sem vann deildina.
Ásmundur var þjálfari ársins í 2. deild kvenna í sumar með lið Augnabliks sem vann deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fjölnis en þetta var staðfest á fréttamannafundi í Egilshöll rétt í þessu. Hann gerir þriggja ára samning við Fjölni og þeir Gunnar Már Guðmundsson og Gunnar Sigurðsson verða honum til aðstoðar.

Þetta er í annað sinn sem Ásmundur tekur við þjálfun liðsins en hann tók fyrst við liðinu fyrir tímabilið 2005 og stýrði þeim til ársins 2011. Á þeim tíma kom hann liðinu tvisvar upp í efstu deild og tvisvar í bikarúrslit.

Ásmundur er 46 ára gamall og kemur til Fjölnis frá Breiðabliki sem hann starfaði hjá í sumar. Þar stýrði hann 2. og 3. flokki kvenna auk liðs Augnabliks sem vann 2. deild kvenna undir hans stjórn.

Að tímabilinu loknu var hann útnefndur þjálfari ársins í vali þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna í árlegu hófi Fótbolta.net.

Ásmundur tekur við Fjölni af Ólafi Páli Snorrasyni sem stýrði liðinu á sínu fyrsta tímabili í sumar. Liðinu gekk illa og endaði að lokum í næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar of leikur því í Inkasso-deildinni að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner