Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. október 2018 15:11
Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson sagði upp hjá Blikum - Tekur hann við Fjölni?
Ásmundur Arnarsson er sagður taka við Fjölni.
Ásmundur Arnarsson er sagður taka við Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson sagði í dag upp starfi sínu hjá Breiðabliki en hann þjálfaði kvennalið Augnabliks í 2. deildinni og 2. og 3. flokks. kvenna samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

*Uppfært 15:30 Fjölnir hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 18:00 í dag. Búast má við að Ásmundur taki þar við liðinu.

Fótboltaspekingurinn Hjörvar Hafliðason fullyrðir á Twitter að Ásmundur sé að taka við þjálfun karlaliðs Fjölnis sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fótbolta.net í dag hefur ekki náðst í Ásmund.

Ef af verður þá verður þetta í annað sinn sem hann tekur við þjálfun Fjölnis því hann stýrði liðinu frá 2005 - 2011 og var afar farsæll með liðið sem komst tvö ár í röð í bikarúrslit.

Ólafur Páll Snorrason þjálfaði Fjölni í sumar á sínu fyrsta ári en lét af störfum eftir að liðið féll úr deildinni í haust.




Athugasemdir
banner
banner
banner