Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 09:12
Arnar Helgi Magnússon
Karanka hættur með Nottingham Forest (Staðfest)
Miklir mátar.
Miklir mátar.
Mynd: Getty Images
Aitor Karanka óskaði eftir því í morgun að fá að hætta sem stjóri Nottingham Forest. Félagið varð að ósk þjálfarans.

„Félagið hefur orðið að beiðni Karanka um að fá að hætta með liðið. Báðir aðilar óska hvorum öðrum velfarnaðar í framtíðinni. Fleira er ekki hægt að segja að svo stöddu. Simon Ireland mun stjórna liðinu þangað til að annar stjór finnst," segir í fréttatilkynningu félagsins.

Evangelos Marinakis, eigandi félagsins setti áherslu á að liðið myndi tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og fékk Karanka talsverðan pening til þess að kaupa leikmenn á síðustu leiktíð.

Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Norwich sem er í öðru sæti.

Karanka hefur áður stjórnað Middlesbrough en á árunum 2010 til 2013 var hann aðstoðarþjálfari Jose Mourinho hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner