fös 11. janúar 2019 14:07
Arnar Helgi Magnússon
Kári Péturs snýr aftur í HK (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Pétursson er genginn til liðs við HK en hann gerir tveggja ár samning við Kópavogsliðið.

Kári er uppalinn í Stjörnunni en hann hefur fengið sárafá tækifæri með liðinu og hefur verið á láni hjá nokkrum liðum.

Brynjar Björn, þjálfari HK fékk Kára á láni fyrir síðasta tímabil en hann spilað sex leiki með liðinu í Inkasso deildinni og gerði í þeim fimm mörk.

Hann spilaði tvo leiki bláu í Garðabænum í Pepsi-deildinni árið 2015. Annars hefur hann farið á láni í KA, Leikni R. og KFG. Hann er upplagi vinstri bakvörður en í dag getur hann spilað sem sóknarmaður, á miðjunni eða á kanti.

Brynjar er fæddur árið 1996 og á hann að baki fimm landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.



Athugasemdir
banner
banner
banner