Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. janúar 2019 15:45
Arnar Helgi Magnússon
Orri Sigurður í Val (Staðfest)
Orri þekkir Hlíðarenda nokkuð vel.
Orri þekkir Hlíðarenda nokkuð vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við Val á nýjan leik. Hann kemur frá norska félaginu Sarpsborg 08.

Orri Sigurður er að mæta á kunnulegar slóðir en hann lék með Val í þrjú tímabil frá árinu 2015 til ársins 2017. Orri kom til Vals frá AGF á þeim tíma.

Hann var fljótur að stimpla sig inn sem lykilmaður í liðinu en hann hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Orri hefur fengið fá tækifæri með Sarpsborg en hann sagði í samtali við Fótbolta.net fyrr í vetur að hann væri að bíða eftir að komast burt frá félaginu.

„Ég fæ bara engin tækifæri og spila með varaliðinu eins og staðan er núna. Stefnan hjá mér er að reyna losna í janúar. Hvert ég fer, hef ég ekki hugmynd um," sagði Orri fyrr í vetur.

Orri hefur leikið 65 leiki með Val í deild og bikar og 67 leiki með yngri landsliðum.

Í morgun staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals að Bjarni Ólafur Eiríksson væri í fríi frá fótbolta en að hann myndi þó vonandi spila með liðinu í sumar.




Athugasemdir
banner
banner