Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 11. febrúar 2019 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsey til Juventus í sumar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa ákveðið að staðfesta komu Aaron Ramsey til félagsins í kjölfar fregna sem hafa birst af mögulegum launamálum hans í dag.

BBC og Sky greindu frá því að Ramsey myndi fá 400 þúsund pund í grunnlaun á viku en miklar efasemdir eru uppi um hvort það sé rétt tala eða ekki.

Ramsey er 28 ára miðjumaður sem hefur verið hjá Arsenal frá 17 ára aldri. Hann vildi skrifa undir nýjan samning við Arsenal en launakröfur hans þóttu of háar.

Velski miðjumaðurinn fer frítt frá Arsenal því samningur hans við félagið rennur út í lok júní.

Ramsey mun ganga inn í gífurlega sterkt lið Juventus sem hefur unnið ítölsku deildina síðustu sjö ár og stefnir á áttunda Ítalíumeistaratitilinn í röð.




Athugasemdir
banner
banner
banner