mán 11. febrúar 2019 17:57
Ívan Guðjón Baldursson
Túfa og Patrick N'Koyi til Grindavíkur (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Grindavík er búið að staðfesta komu framherjanna Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic til félagsins.

Báðir skrifa þeir undir eins árs samning við félagið sem hefur gert fína hluti í Pepsi-deildinni síðustu tvö ár en átti slakan endasprett í fyrra og kláraði Íslandsmótið sex stigum fyrir ofan fallsæti.

Íslenskir knattspyrnuunnendur kannast vafalítið við Vladimir Tufegdzic, eða Túfa, sem hefur skorað 18 mörk í 68 leikjum fyrir KA og Víking R. undanfarin ár.

Patrick N'Koyi er 29 ára framherji sem kemur frá TOP Oss sem leikur í hollensku 1. deildinni. Patrick hefur ekki fengið mikinn spilatíma á þessu tímabili en hann var einn af bestu leikmönnum deildarinnar fyrir nokkrum árum.

Patrick var hjá Dundee United í skoska boltanum á síðasta tímabili en náði sér ekki á strik þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner