Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 11. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Rose tekur við Gladbach (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Borussia Mönchengladbach hefur leitað til Marco Rose að taka við liðinu fyrir næsta tímabil.

Rose mun hætta með Red Bull Salzburg í Austurríki til að taka við Gladbach. Hann tekur við Gladbach af Dieter Hecking sem hættir eftir tímabilið.

Rose skrifar undir þriggja ára samning við Gladbach.

Rose er 42 ára gamall. Hann var í upphafi þessa árs óvænt orðaður við Manchester United.

Rose var að þjálfa unglingaliðin hjá Salzburg áður en hann tók við aðalliðinu 2017. Hann stýrði Salzburg til meistaratitilsins í Austurríki á sínu fyrsta tímabili ásamt því að hann kom liðinu í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Salzburg er núna með sjö stiga forskot þegar átta leikir eru eftir.

Rose var sem leikmaður hjá Mainz 05 í Þýskalandi og spilaði þar undir stjórn Jurgen Klopp, núverandi stjóra Liverpool. Klopp og Rose eru góðvinir í dag.

Gladbach er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur.

Við sögðum frá því í gær að Thorgan Hazard mun yfirgefa félagið eftir tímabilið.



Athugasemdir
banner
banner
banner