Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júlí 2018 23:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fara í verkfall vegna komu Ronaldo til Juventus
Ronaldo er farinn til Juventus og það eru ekki allir sáttir með það.
Ronaldo er farinn til Juventus og það eru ekki allir sáttir með það.
Mynd: Getty Images
Þau risastóru tíðindi bárust á þriðjudaginn að Cristiano Ronaldo væri genginn í raðir Juventus rúmlega 100 milljónir punda. Ronaldo er 33 ára gamall og einn besti fótboltamaður sögunnar.

Hann kemur frá Real Madrid þar sem hann vann allt sem hann mögulega gat unnið.

Sagt er að Ronaldo fái 26 milljónir punda í árslaun hjá Juventus en ítalski bílaframleiðandinn Fiat borgar hluta af þeirri upphæð. Fiat var stofnað af Agnelli fjölskyldunni sem á einmitt stærstan hluta í ítalska meistaraliðinu Juventus.

Starfsmenn Fiat eru ekki par sáttir með upphæðirnar sem greiddar eru vegna komu Ronaldo til Juventus og ætla sér í verkfall.

Starfsmenn Fiat í Melfi á Ítalíu ætla verkfall en í yfirlýsingu frá stéttarfélagi þeirra segir að það sé „óásættanlegt" að svona stórum fjárhæðum sé varið í einn fótboltamann á meðan starfsmenn og fjölskyldur þeirra þurfi um sárt að binda allan ársins hring.

Verkfallið mun fara hefjast á sunnudag og vara fram til þriðjudags.
Athugasemdir
banner
banner
banner