Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 11. júlí 2018 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Katrín Ómars: Hugarfarsdæmi sem þarf að laga
Katrín skoraði fyrir KR-inga sem þurftu þó að sætta sig við enn eitt tapið
Katrín skoraði fyrir KR-inga sem þurftu þó að sætta sig við enn eitt tapið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við erum gríðarlega svekktar. Við skorum fyrsta markið en fáum svo strax mark á okkur aftur. Mætum frekar gráðugar í seinni hálfleikinn en fáum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, vonsvikin í samtali við Fótbolta.net eftir 3-1 tap gegn HK/Víkingi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 HK/Víkingur

KR-ingar byrjuðu vel og Katrín kom liði sínu yfir með góðum skalla snemma leiks. Það tók HK/Víkinga hinsvegar ekki nema 2 mínútur til að jafna leikinn.

„Það er rosalega erfitt að segja hvað gerist í þessu. Hvort það liggi yfir liðinu að við séum búnar að tapa sjö leikjum í röð og við kunnum það? Að við kunnum ekki að vera yfir eða vinna? Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Þetta er held ég eitthvað hugarfarsdæmi sem þarf að laga,“ sagði Katrín sem fannst liðið sitt þó hafa reynt að fá eitthvað út úr leiknum og ekki verið langt frá því undir lokin.

Nú þegar mótið er hálfnað sitja KR-ingar einar á botni deildarinnar, aðeins með 3 stig. Það er erfitt mót framundan hjá Vesturbæingum en Katrín og félagar eru ekki búnar að gefast upp og ætla sér að gera betur í seinni umferðinni.

„Við unnum fyrsta leikinn og erum búnar að tapa rest. Það jákvæða er að það er heil umferð eftir og við verðum bara að gefa í.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Katrínu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner