Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. ágúst 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Nacer Chadli til Anderlecht (Staðfest)
Nacer Chadli er mættur til Belgíu
Nacer Chadli er mættur til Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska félagið Anderlecht hefur fengið til sín Nacer Chadli á láni frá Mónakó út leiktíðina.

Chadli, sem er 30 ára gamall, snýr aftur til heimalandsins en hann hóf ferilinn í akademíu Standard Liege áður en hann fór til Hollands og lék með AGOVV Apeldoorn og síðar Twente.

Hann var seldur til Tottenham Hotspur árið 2013 þar sem hann spilaði í þrjú ár áður en hann var seldur til WBA.

Franska 1. deildarfélagið Mónakó keypti hann árið 2018 en hann átti ekki fast sæti í liðinu og hefur nú verið lánaður til Anderlecht út þessa leiktíð.

Vincent Kompany er spilandi þjálfari Anderlecht en hann hefur fengið leikmenn á borð við Samir Nasri, Kemar Roofe og Philippe Sandler í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner