Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. ágúst 2019 09:59
Brynjar Ingi Erluson
Pogba til Juventus - Man Utd reyndi að fá leikmann Dinamo Zagreb
Powerade
Hvert fer Neymar?
Hvert fer Neymar?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að heitasta slúðrinu á þessum fína sunnudegi en mikið er rætt um Neymar og Paul Pogba.



Juventus ætlar ekki að gefast upp í baráttunni um Paul Pogba, miðjumann Manchester United. (Express)

Paris Saint-Germain hefur þá áhuga á því að selja brasilíska sóknarmanninn Neymar til Real Madrid en félagið vill 149 milljón punda og Luka Modric. (Times)

Real Madrid bauð PSG að fá 85 milljónir punda og Gareth Bale í sumar en PSG hafnaði boðinu. (Mundo Deportivo)

Bayern München er nálægt því að ganga frá lánssamningi við króatíska kantmanninn Ivan Perisic en hann er á mála hjá Inter. Bayern fær hann á láni en á möguleika á að kaupa hann á 23,5 milljónir punda. (Sky Italia)

Serge Aurier, varnarmaður Tottenham, vill yfirgefa félagið en AC Milan og PSG hafa áhuga á að fá hann. (Mail)

Það er enn óvíst hvort David De Gea, markvörður Manchester United, framlengi við félagið en hann hefur verið í viðræðum síðustu mánuði. Samningur hans rennur út næsta sumar og fær hann því leyfi að ræða við önnur félög í janúar (Mirror).

Króatíska félagið Dinamo Zagreb hafnaði 24 milljón punda tilboði Manchester United í spænska sóknartengiliðinn Dani Olmo á lokadegi gluggans. (Mirror)

David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, er á lista yfir þjálfara sem David Beckham hefur áhuga á að taki við Inter Miami fyrir næstu leiktíð (Mirror)

Celtic, Besiktas og Rennes vilja fá Yannick Bolasie frá Everton en hann er nú þegar búinn að hafna CSKA Moskvu í Rússlandi. (Goal)

Juventus er orðið þreytt á Sami Khedira, miðjumanni liðsins, en hann er nú þegar búinn að hafna því að fara til Wolves á meðan hann beið eftir tilboði frá Arsenal en ekkert varð úr því. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner