þri 11. desember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Gauti í Reyni S. - Óli Baldur í GG (Staðfest)
Gauti Þorvarðarson.
Gauti Þorvarðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Sandgerði, sem vann 4. deildina síðastliðið sumar, hefur fengið sóknarmanninn Gauta Þorvarðarson til liðs við sig frá KV fyrir átökin í 3. deildinni næsta sumar.

Gauti skoraði sex mörk í sjö leikjum með KV í 3. deildinni síðastliðið sumar.

Þessi 29 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá ÍBV en hann á 39 leiki að baki í efstu deild á ferli sínum.

Sandgerðingar hafa aftur á móti misst sóknarmanninn Óla Baldur Bjarnason. Óli Baldur hefur fengið félagaskipti yfir í GG í 4. deildinni.

Óli Baldur, sem lék lengi með Grindavík í Pepsi-deildinni, var drjúgur fyrir Reyni í 4. deildinni síðastliðið sumar en hann skoraði átta mörk í níu leikjum og þar á meðal tvö mörk í úrslitakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner