Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. desember 2018 14:17
Magnús Már Einarsson
Guðrún Arnar til Djurgarden (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, er gengin til liðs við Djurgarden í Svíþjóð. Guðrún skrifaði undir eins árs samning við Djurgarden þetta staðfesti Brjánn Guðjónsson, umboðsmaður hennar í samtali við Fótbolta.net.

Guðrún átti mjög gott sumar og var valinn í úrvalslið tímabilsins er Breiðablik hampaði Íslandsmeistaratitlinum.

Guðrún hóf ferilinn með Selfossi árið 2011 og var fengin yfir til Blika þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki undanfarin sex ár.

Síðustu ár hefur hún einnig stundað nám við háskóla í Bandaríkjunum og gert góða hluti í háskólaboltanum þar.

Guðrún á 135 meistaraflokksleiki að baki hér á landi og hefur leikið 5 A-landsleiki.

Djurgarden endaði í 8. sæti af tólf liðum í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir leika með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner