Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 11. desember 2018 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Hrannar í Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Sóknarmaðurinn Ólafur Hrannar Kristjánsson hefur ákveðið að ganga í raðir Þróttar Vogum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Óli Hrannar yfirgaf Leikni Reykjavík á dögunum og hefur nú samið við Þrótt sem leikur í 2. deild.

Ólafur Hrannar er fæddur árið 1990 og uppalinn Leiknismaður en hann hóf meistaraflokksferilinn með KB árið 2007 þar sem hann vakti athygli er hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum í gömlu 3. deildinni.

Hann var lykilmaður í liði Leiknis áður en hann samdi við Þrótt á síðasta ári. Hann lék eitt og hálft tímabil með Þrótturum áður en hann ákvað að snúa aftur í Leikni.

Hann spilaði 9 leiki með Leikni síðastliðið sumar og skoraði 2 mörk en hann á samtals 48 mörk í deild- og bikar með félaginu.

Þróttur Vogum endaði í sjötta sæti 2. deildar í sumar með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner