Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 11. desember 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víðir Garði krækir í Spasic (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víðir Garði var að krækja í öflugan varnarmann en félagið var að semja við Stefan Spasic. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu á þessu þriðjudagskvöldi.

Spasic hefur samið um að spila með Víði út næsta tímabil.

Stefan kemur frá Huginn Seyðisfirði og er 26 ára varnarmaður. Hann hefur verið lykilmaður hjá Hugin undanfarin ár, en hann á 77 leiki fyrir félagið þar af 18 í Inkasso-deildinni.

Spasic var í liði ársins í 2. deild að mati Fótbolta.net árið 2015 og 2017.

Víðir hafnaði í níunda sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en eftir tímabilið tók Hólmar Örn Rúnarsson við liðinu af Guðjóni Árna Antoníussyni.


Athugasemdir
banner
banner
banner