Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. apríl 2019 16:21
Arnar Daði Arnarsson
Goran Potkozarac í Ægi (Staðfest)
Ægir hefur fengið til sín leikmann.
Ægir hefur fengið til sín leikmann.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir sem leikur í 4. deildinni í sumar eftir að hafa fallið úr 3. deildinni síðasta sumar hefur fengið til sín nýjan leikmann fyrir sumarið.

Um er að ræða miðjumanninn, Goran Potkozarac sem verður 26 ára seint á þessu ári.

Goran Potkozarac hefur allan sinn feril leikið í Serbíu þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann lék síðast með Zlatibor sem leikur í næst efstu deild í Serbíu.

Hann fær leikheimild með Ægi á morgun og getur því ekki leikið með liðinu í bikarleik gegn Fenri í kvöld.

Fyrsti leikur Ægis í D-riðli 4.deildarinnar er gegn KFR miðvikudaginn 15. maí.

Athugasemdir
banner
banner