Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. júlí 2018 09:48
Magnús Már Einarsson
Jean Michael Seri til Fulham (Staðfest)
Mynd: Fulham
Fulham hefur fengið mjög góðan liðsstyrk fyrir ensku úrvalsdeildina en félagið hefur keypt miðjumanninn Jean Michael Seri frá Nice.

Seri skrifaði undir fjögurra ára samning við Fulham en talið er að kaupverðið sé í kringum átján milljónir punda.

Fulham hefur verið á eftir Seri í allt sumar en hann hefur einnig verið orðaður við mörg stór félög undanfarið árið eins og Manchester City, Manchester United, Chelsea og fleiri félög.

Seri er 26 ára gamall en hann kemur frá Fílabeinsströndinni.

Seri hefur verið í herbúðum Nice síðan árið 2015 og vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner