Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. júlí 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nani til Sporting í þriðja sinn (Staðfest)
Nani er farinn til uppeldisfélagsins.
Nani er farinn til uppeldisfélagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Portúgalski kantmaðurinn Nani er genginn í raðir Sporting Lissabon í þriðja sinn á ferlinum. Hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Sporting.

Hinn 31 árs gamli Nani kemur til Sporting frá Valencia.

Hann var á láni í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, hjá Lazio en spilaði aðeins 18 leiki í Seríu A.

Nani hóf feril sinn með Sporting en hann lék einnig með liðinu á láni frá Manchester United árið 2014.

Það hafa ekki verið góðir tímar hjá Sporting upp á síðkastið og yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið á dögunum eftir að grímuklæddar fótboltabullur réðust á leikmenn undir lok síðasta tímabils. Forseta félagsins var á dögunum vikið frá starfi sínu og það virðist horfa til bjartari tíma núna. Bruno Fernandes, einn af þeim sem hætti hjá félaginuí síðasta mánuði, er kominn aftur ásamt Nani.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner