Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. júlí 2019 20:00
Oddur Stefánsson
Fernando Reges í Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Sevilla hefur staðfest kaupin á Fernando Reges frá tyrknensku meisturunum Galatasary.

Hinn 31 árs gamli Brassi hefur meðal annars leikið með Manchester City og FC Porto.

Fernando kemur til Sevilla á rúmar fjórar milljónir evra og mun færa vörn liðsins mikinn styrk og mikla reynslu.

Fernando skrifaði undir þriggja ára samning til ársins 2022.

Sevilla náði að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili eftir að hafa lent í sjötta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner