Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. ágúst 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane skrifar undir nýjan samning (Staðfest)
Zidane hefur náð mögnuðum árangri með Real Madrid.
Zidane hefur náð mögnuðum árangri með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane verður áfram við stjórnvölin hjá Real Madrid. Hann hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Hann mun stýra félaginu til 2020 ef hann klárar samninginn.

Zidane hefur náð mögnuðum árangri með Real Madrid síðan hann tók við af Rafa Benitez í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur hann unnið Meistaradeildina tvisvar og spænsku úrvalsdeildina einu sinni.

„Saga mín með Real Madrid er dýpri en samning og undirskriftir," sagði Zidane við blaðamenn þegar tilkynnt var um nýjan samning hans. „Ég er ánægður að hafa skrifað undir, en þessi samningur skiptir engu máli," sagði Zidane enn fremur.

„Kannski verð ég ekki hérna eftir eitt ár. Ég mun aldrei rífast við Real Madrid, ég mun aldrei gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner