Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. desember 2018 23:17
Ívan Guðjón Baldursson
Óliver Dagur og Bjarki Leós í Gróttu (Staðfest)
Óliver á tvo Pepsi-deildarleiki að baki með KR.
Óliver á tvo Pepsi-deildarleiki að baki með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Grótta er búið að styrkja sig með tveimur leikmönnum fyrir komandi átök næsta sumars í Inkasso-deildinni.

Óliver Dagur Thorlacius er kominn til félagsins eftir að hafa átt frábært tímabil í 2. deildinni þar sem hann skoraði 11 mörk í 21 leik. Hann gerði einnig tvö mörk í tveimur bikarleikjum og var valinn efnilegastur í 2. deild í vali fyrirliða og þjálfara.

Óliver er miðjumaður fæddur 1999 og var á láni frá KR í sumar en er nú alfarið orðinn leikmaður Gróttu.

Bjarki Leósson er einnig genginn til liðs við félagið en hann er fæddur 1998 og kemur á láni frá KR. Hann getur leikið sem vinstri bakvörður og miðvörður og lék 15 leiki með Selfossi í Inkasso-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner