mið 12. desember 2018 12:45
Magnús Már Einarsson
Valur selur Patrick Pedersen til Sheriff (Staðfest)
Patrick Pedersen fagnar marki síðastliðið sumar.
Patrick Pedersen fagnar marki síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur selt danska framherjann Patrick Pedersen til Sheriff Tiraspol í Moldavíu.

Patrick varð markahæstur í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili með sautján mörk.

Hinn 27 ára gamli Patrick kom fyrst til Vals árið 2013 en hann hefur skorað samtals 47 mörk í 72 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sínum.

Árð 2016 fór Patrick til Viking í Noregi en hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017. Hann hefur orðið Íslandsmeistari með liðinu undanfarin tvö ár.

Sheriff hefur orðið meistari í Moldavíu þrjú ár í röð en liðið mætti Val í Evrópudeildinni í sumar. Sheriff hafði betur þar á útivallarmarki eftir hörkuviðureignir.

Ljóst er að Valur mun fá sér framherja til að fylla skarð Patrick en samkvæmt frétt 433.is í dag hefur Óttar Magnús Karlsson framherji Molde æft með liðinu undanfarna daga.

Framherjinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom til Vals frá ÍA á dögunum en liðið hefur líka misst Tobias Thomsen til KR frá síðasta tímabili.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner