mið 13. febrúar 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dalvík/Reynir 
Tveir Spánverjar í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir hefur samið með tvo spænska leikmenn sem munu leika með liðinu í 2. deild á komandi sumri.

Dalvík/Reynir vann 3. deildina í fyrra.

Leikmennir eru markvörðurinn Alberto Aragoneses og miðjumaðurinn Borja López Laguna.

Aragoneses er fæddur 1993 og kemur frá pænska liðinu SAD Villaverde San Andrés.

Laguna er fæddur 1994 en hann getur leyst ýmsar stöður á miðsvæðinu. Hann er sagður hávaxinn leikmaður sem kemur frá S.D Canillas en var í unglinga-akademíum hjá stórliðunum Rayo Vallecano og Real Madrid.

„Við erum gífurlega ánægðir með að hafa nælt í þessa leikmenn og trúum því að þeir muni færa okkur ákveðna þætti sem hefur vantað í okkar leik. Við vildum bæta ákveðnum týpum og eiginleikum við okkar flotta hóp. Við töldum okkur þurfa slíka styrkingu, byggja í kringum okkar efnilegu leikmenn og til þess að vera samkeppnishæfir í þessari erfiðu deild," sagði Óskar Bragason, þjálfari Dalvíkur/Reynis.

Þess má geta að tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórssynir gengu í raðir KA frá Dalvík/Reyni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner