lau 13. apríl 2019 16:04
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur í Breiðablik (Staðfest)
Við undirskriftina í dag.
Við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Breiðablik hefur keypt Guðjón Pétur Lýðsson frá KA. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi sem Breiðablik hélt á Kópavogsvelli nú rétt í þessu.

Guðjón Pétur skrifar undir þriggja ára samning.

KA og Guðjón Pétur náðu samkomulagi um starfsloka samning í hádeginu í gær og þá fóru hjólin að snúast.

Í gærkvöldi var tilkynnt að KA hafði samþykkt tilboð Breiðabliks í Guðjón Pétur og nú er það orðið staðfest að Guðjón Pétur hefur gengið til liðs við Blikana.

Guðjón þekkir vel til í Kópavoginum en hann lék með liðinu í Pepsi-deildinni 2013, 2014 og 2015 auk þess sem hann var í Blikum sumarið 2007.

Guðjón Pétur fundaði í morgun með Val en það er nú orðið ljóst að ekkert verður að því.

Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Athugasemdir
banner