Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. júní 2018 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Filippo Inzaghi þjálfar Bologna (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Bologna eftir góð ár hjá Venezia.

Inzaghi á frábæran feril að baki sem knattspyrnumaður þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina með Milan og Heimsmeistaramótið með Ítalíu.

Inzaghi hóf ferilinn við stjórn unglingaliðs Milan og stýrði aðalliðinu einnig í eitt tímabil.

Roberto Donadoni yfirgaf Bologna í maí eftir tvö og hálft ár. Liðið endaði fjórum stigum fyrir ofan fallsæti í Serie A á nýliðnu tímabili.

Simone Inzaghi, yngri bróðir Filippo, hefur verið að gera mjög góða hluti með Lazio að undanförnu. Bræðurnir munu því mætast á næsta tímabili líkt og þeir gerðu oft sem leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner