Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. júní 2018 11:08
Ívan Guðjón Baldursson
HM 2026 verður í Norður-Ameríku (Staðfest)
Aron verður á heimavelli.
Aron verður á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að Norður-Ameríka hefur unnið réttinn til að hýsa Heimsmeistaramótið 2026.

Mótið verður haldið í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada, en þetta er í fyrsta sinn sem HM kemur til Kanada.

Mexíkó hefur hýst mótið tvisvar, 1970 og 1986. Bandaríkin hýstu HM 1994.

Norður-Ameríka vann FIFA kosningarnar með 67% atkvæða gegn 33% sem voru greidd til Marokkó.

Íslenska landsliðið er á meðal þáttökuþjóða á HM 2018 í fyrsta sinn. Ísland stefnir auðvitað á mótið 2026.







Athugasemdir
banner
banner
banner