Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. júní 2019 12:42
Elvar Geir Magnússon
Djenepo til Southampton (Staðfest)
Moussa Djenepo.
Moussa Djenepo.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur tryggt sér vængmanninn Moussa Djenepo en hann heldur upp á 21 árs afmæli sitt um helgina. Kaupverðið er í kringum 15 milljónir punda.

Djenepo kemur frá Standard Liege og þykir gífurlega mikið efni. Hann á 8 A-landsleiki að baki fyrir landslið Malí.

Djenepo er fyrsti leikmaðurinn sem Ralph Hasenhüttl kaupir til félagsins frá því að hann tók við í desember. Stjórinn hefur sjálfur sagt að þetta verður erfitt sumar fyrir Southampton vegna peningaskorts.

„Við erum mjög ánægðir með að fá Moussa. Þetta er spennandi leikmaður með mikinn hraða og góður að klára færin. Við höfum lengi fylgst með þessum leikmanni," segir Hasenhüttl.

„Hann hefur náð að aðlagast fótboltanum í Evrópu vel. Hann er með öfluga hæfileika og einnig sterkt hugarfar. Ég held að hann muni smellpassa í okkar lið. Við þurfum að nýta þá peninga sem við höfum vel."

Southampton hafnaði í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og segir Djenepo að draumur sinn sé að rætast með því að fara í enska boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner