Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. júní 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir með U17 lið Englands til að taka við Swansea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Swansea er búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra eftir að Graham Potter ákvað að skipta yfir til Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Nýr stjóri liðsins er Steve Cooper.

Hinn 39 ára gamli Cooper skrifar undir þriggja ára samning við Swansea.

Hann hættir með U17 lið Englands til að taka við Swansea. Hann gerði U17 landsliðið að Heimsmeisturum árið 2017. Þetta verður hans fyrsta þjálfarastarf hjá aðalliði.

Áður en hann fór að vinna fyrir enska knattspyrnusambandið starfaði hann sem þjálfari í akademíu Liverpool og þjálfaði þar leikmenn eins og Raheem Sterling, Trent Alexander-Arnold og Ben Woodburn.

Mike Marsh, fyrrum leikmaður Liverpool, verður aðstoðarmaður Cooper hjá Swansea.

Swansea hafnaði í tíunda sæti Championship-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner