Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 13. nóvember 2018 14:16
Magnús Már Einarsson
Ragna Lóa ráðin aðstoðarþjálfari KR (Staðfest)
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari KR í Pepsi-deild kvenna.

Bojana Kristín Besic þjálfar KR líkt og í fyrra og Ragna Lóa verður henni til aðstoðar.

Þá verða Kristján Finnbogason markmannsþjálfari og Brynjar Valgeir Steinarsson styrktarþjálfari hluti af teyminu eins og á síðasta tímabili.

Ragna Lóa býr yfir mikilli reynslu sem leikmaður nokkurra liða, svo sem með KR, ÍA, Stjörnunni og Val og sem landsliðsmaður til margra ára.

Hún er einnig þrautreyndur þjálfari og hefur þjálfað hjá nokkrum liðum á þjálfaratíð sinni, síðast hjá Fylki 2013-2014.

Ragna Lóa þjálfaði meistaraflokk KR árið 1997 og varð liðið Íslandsmeistari undir hennar stjórn sem og að hún var kosin þjálfari ársins það sama ár. Hún kom einnig sem leikmaður og aðstoðarþjálfari íslandsmeistaraliðs KR hluta af tímabilinu árin 1998 og 2003.

„Um leið og við lýsum ánægju okkar yfir að fá Rögnu Lóu aftur til starfa bjóðum við hana hjartanlega velkomna til félagsins," segir í frétt á vef KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner