Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. nóvember 2018 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Solari fær samning til 2021 (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Santiago Solari var að skrifa undir samning sem bindur hann við Real Madrid til sumarsins 2021.

Solari stýrði varaliði Real Madrid og tók hann tímabundið við aðalliðinu eftir að Julen Lopetegui var rekinn eftir 5-1 tap gegn Barcelona í lok október.

Real hefur unnið alla sína leiki undir stjórn Solari og hefur félagið ákveðið að verðlauna hann með samning.

Samkvæmt reglugerð spænsku deildarinnar má félagslið ekki vera með samningslausan þjálfara innan sinna raða í meira en tvær vikur, og í dag voru tvær vikur liðnar síðan Solari var ráðinn.

Búist var við að Solari fengi samning út tímabilið svo það kom öllum í opna skjöldu þegar tveggja og hálfs árs samningur var staðfestur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner