Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Tindastóll 
Yngvi Borg nýr þjálfari Tindastóls (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Yngvi Magnús Borgþórsson er tekinn við Tindastól eftir að hafa komið Skallagrími upp úr 4. deildinni í sumar.

Yngvi hefur mikla reynslu úr íslenska boltanum og á 260 leiki að baki fyrir meistaraflokk. Hann lék lengst af fyrir ÍBV en hefur reynslu úr öllum deildum íslenska boltans.

Það verður spennandi áskorun fyrir Yngva að taka við Stólunum, sem rétt björguðu sér frá falli úr 2. deildinni í sumar, með þremur sigrum í þremur síðustu leikjum tímabilsins.

„Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar og hefja þá formlega störf hjá Tindastól," segir á vefsíðu Tindastóls.

„Það er stjórn Tindastóls mikið ánæguefni að gengið hafi verið frá ráðningunni og bindur hún miklar vonir við störf Yngva hjá félaginu. Við bjóðum Yngva innilega velkominn í Tindastól!!!"
Athugasemdir
banner
banner
banner