Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 16:05
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær miðjumann frá Kamerún (Staðfest)
Mynd: ÍBV
ÍBV hefur gengið frá eins árs samningi við Evariste Ngolok. Evariste er þrítugur miðjumaður frá Kamerún en hann ólst upp í Belgíu.

Evariste hóf meistaraflokksferil sinn með belgíska stórliðinu Anderlecht en hann spilaði tvo deildarleiki þar á sínum tíma.

Frá 2014 til 2017 var Evariste á mála hjá Lokeren þar sem hann skoraði sjö mörk í 29 leikjum í belgísku úrvalsdeildinni.

Undanfarið árið hefur hann síðan spilað með Aris Limassol á Kýpur.

„ÍBV bindur miklar vonir við Evariste og bjóðum hann innilega velkomin til Eyja," segir á heimasíðu ÍBV.

Komnir:
Evariste Ngolok frá Aris Limassol
Guðmundur Magnússon frá Fram
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá Þór
Jonathan Glenn frá Fylki
Rafael Veloso frá Valdres

Farnir:
Atli Arnarson í HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættur
Kaj Leó í Bartalssotvu í Val
Kassa Guy Gnabouyou
Yvan Yann Erichot
Athugasemdir
banner
banner