Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
Marotta ráðinn til starfa hjá Inter (Staðfest)
Marotta er kominn til Inter.
Marotta er kominn til Inter.
Mynd: Getty Images
Giuseppe Marotta hefur verið ráðinn til starfa hjá Inter í starf yfirmanns íþróttamála.

Mikla athygli vakti á Ítalíu þegar Marotta tilkynnti í september að hann væri hættur hjá Juventus þar sem hann var meðal annars yfir leikmannakaupum félagsins.

„Frá og með deginum í dag er ég hluti af hinu frábæra félagi Inter," segir Marotta.

„Þetta er mikilvæg reynsla fyrir mig og ég fullt af ábyrgð. Það hræðir mig samt ekki. Maður verður að hugsa sem sigurvegari."

Það hafa átt sér stað breytingar bak við tjöldin hjá Inter en nýr forseti tók við ekki alls fyrir löngu, hann er aðeins 26 ára.

Inter endaði í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili og er sem stendur í þriðja sæti. Félagið hefur átján sinnum orðið Ítalíumeistari, síðast 2010.


Athugasemdir
banner
banner