banner
   fim 14. febrúar 2019 10:09
Magnús Már Einarsson
Davíð Kristján til Álasunds (Staðfest)
Davíð Kristján Ólafsson.
Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur staðfest að vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson hafi verið seldur til Álasund í Noregi.

„Davíð Kristján fór til Noregs í prufu fyrr á þessu ári og stóð sig það vel að Vestlendingarnir sendu inn tilboð. Breiðablik hafnaði því tilboði en svo kom annað tilboð sem stjórn knattspyrnudeildar taldi ásættanlegt. Það er því ljóst að Davíð Kristján mun ekki gleða íslenska sparkáhugamenn næsta sumar í Pepsí-deildinni," segir á Blikar.is.

Hinn 23 ára gamli Davíð er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur verið fastamaður í vinstri bakverðinum undanfarin ár eftir að hafa áður spilað á kantinum.

Álasund rétt missti af því að endurheimta sæti sitt í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson spiluðu með liðinu í fyrra en Adam er nú horfinn á braut.

Breiðablik gæti misst annan lykilmann í vikunni því Willum Þór Willumsson gæti verið á leið til BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Willum er í Hvíta-Rússlandi með Ólafi Garðarssyni umboðsmanni sínum og föður sínum Willum Þór en þeir eru að skoða aðstæður hjá BATE og verða á leik liðsns gegn Arsenal í Evrópudeildinni í kvöld.

Gísli Eyjólfsson er einnig farinn til Mjallby á láni auk þess sem Oliver Sigurjónsson er farinn aftur til Bodö/Glimt eftir að hafa verið á láni hjá Blikum í fyrra.

Komnir:
Kwame Quee frá Víkingi Ólafsvík
Viktor Karl Einarsson frá IFK Värnamo í Svíþjóð
Þórir Guðjónsson frá Fjölni

Farnir:
Arnþór Ari Atlason til HK
Davíð Kristján Ólafsson til Álasund
Gísli Eyjólfsson til Mjallby (Á láni)
Oliver Sigurjónsson til Bodö/Glimt (Var á láni)
Ólafur Íshólm Ólafsson í Fram (Á láni)

Athugasemdir
banner