Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 14. febrúar 2019 15:35
Magnús Már Einarsson
Dion Acoff til SJK (Staðfest)
Dion á sprettinum.
Dion á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski kantmaðurinn Dion Acoff hefur samið við finnska félagið SJK eftir að hafa leikið með Íslandsmeisturum Vals undanfarin tvö ár.

Í nóvember síðastliðnum komst Dion að samkomulagi um að losna undan samningi hjá Val og hann hefur nú samið við félag í Finnlandi.

Dion skoraði fjögur mörk í tólf leikjum í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en meiðsli héldu honum frá keppni fyrri hluta tímabils.

Dion kom upphaflega til Íslands árið 2015 en hann lék með Þrótti í tvö ár áður en hann fór í Val.

SJK endaði í níunda sæti af tólf liðum í finnsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þreföld umferð er spiluð í Finnlandi en nýtt tímabil hefst þar í byrjun apríl.
Athugasemdir
banner
banner