Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. mars 2019 17:11
Arnar Helgi Magnússon
Paul Scholes hættur með Oldham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Paul Scholes hefur sagt upp störfum hjá Oldham, rúmlega mánuði eftir að hann tók við liðinu.

Scholes hóf störf hjá Oldham þann 11. febrúar og gerði eins og hálfs árs samning við félagið. Scholes stjórnaði liðinu í sjö leikjum en hann sá einungis sigur í einum þeirra.

„Á þessum stutta tíma sem að ég stýrði Oldham var mér það ljóst nokkuð snemma að hlutirnir væru ekki alveg eins og ég vonaðist eftir hjá félaginu og því ákvað ég að stíga til hliðar," sagði Scholes.

Oldham er nú aftur komið í þjálfaraleit en liðið mætir Tranmere á laugardag. Liðið situr í fjórtánda sæti ensku D-deildarinnar.

Scholes er 44 ára. Hann vann 11 Englandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og tvo Meistaradeildartitla sem leikmaður Manchester United.

Athugasemdir
banner
banner
banner